KF lék lokaleik sinn á Kjarnafæðismótinu í gær er þeir mættu Þór-2, sem er 2. flokkur Þórs. Búist var við öruggum sigri KF í þessum leik. Fjórir í byrjunarliði KF eru leikmenn á reynslu og komu þrír frá KA og einn frá Dalvík. Á bekknum var svo einnig einn leikmaður á reynslu frá Geisla sem spilaði síðustu 18. mínúturnar.

KF byrjaði leikinn vel kom komust yfir strax á 3. mínútu leiksins með marki frá fyrirliðanum, Grétari Áka. Þrátt fyrir ágætis færi í fyrri hálfleik var staðan  1-0 þegar dómarinn flautaði til leikhlés.

Í síðari hálfleik gerðu Þórsarar strax fjórar breytingar, en alls voru þeir með 7 varamenn sem fengu allir að spreyta sig í síðari hálfleik. KF var með fjóra varamenn sem komu allir inná þegar leið á síðari hálfleik.

Það er skemmst frá því að segja að fleiri urðu mörkin ekki og vann KF góðan 1-0 sigur á Þór. Áhorfendur á leiknum voru um 50.

KF hefur nú klárað sína 5 leiki, unnið 2, gert 1 jafntefli og tapað tveimur. Liðið skoraði 8 mörk og fékk á sig 12.

Það verður fróðlegt að sjá hvaða strákar fá lánssamning eða leika með liðinu í sumar, en þónokkrir nýir strákar léku með liðinu á þessu móti.