Elstu börn Leikhóla prófa svigskíði hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar

Skíðafélag Ólafsfjarðar bauð í dag tveimur elstu árgöngum Leikskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði, að koma á skíðasvæðið og prófa svigskíði undir handleiðslu Sunnu Eir Haraldsdóttur. Starfsmenn leikskólans fylgja nemendum og er þetta gert á leikskólatíma.
Þetta er gert til að kynna börnin fyrir skíðum og kenna þeim grunninn. Skíðafélagið er svo með byrjendanámskeið fyrir alla byrjendur sem byrjar miðvikudaginn 6. febrúar og er í þrjá daga eða þangað til að allir eru orðnir skíðandi.
Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur áður staðið fyrir slíkri kennslu fyrir yngsta stigi Grunnskóla Fjallabyggðar þar sem þjálfari félagsins og sjálfboðaliðar kenndu byrjendum grunninn á svigskíðum og þeir sem vildu gátu lika fengið að prófa gönguskíði.