Veitinga- og gistihúsið Kaffi Klara í Ólafsfirði hefur markað sér sérstöðu sem heimilislegt og notalegt kaffihús þar áhersla er lögð á að elda og baka sem mest frá grunni. Gistihús Jóa á efri hæð Kaffi Klöru opnaði árið 2012 og ári síðar opnaði Kaffi Klara. Við heyrðum í eigendum Kaffi Klöru sem hafa rekið staðinn núna í 1 ár og spurðum hvað væri að frétta.
Hvað er í boði á Kaffi Klöru?
Okkur finnst skemmtilegt að vera með matarupplifun og til þess reynum við að nota sem mest hráefni úr héraði. Á Kaffi Klöru hefur verið haldið Tapaskvöld, jólahlaðborð og sunnudagsbrunch. Við höfum tekið á móti hópum í súpu og salat, purusteik, lambalæri, tapas, kaffi og kökur. Við bjóðum upp á hádegismat á virkum dögum á góðu verði. Í kökuskápnum á Kaffi Klöru er í boði heimabakaðar kökur og hægt er að panta smurt brauð. Við leggjum okkur einnig fram við að þjónusta fólk með ýmis óþol eða sem er grænmetisætur og vegan. Við höfum einnig verið að elda og smyrja brauð fyrir veislur í Fjallabyggð.
Hvaða framkvæmdir hafa verið hjá ykkur undanfarið?
Í vetur höfum við verið að vinna í að betrumbæta eldhús og alla aðstöðu í kjallara hússins. Meðal annars er verið að leggja lokahönd á kæliklefa, og búin hefur verið til sérstök þurkkaðstaða fyrir skíðaskó og skíði.
Hvernig verða páskarnir á Kaffi Klöru?
Opið verður á Kaffi Klöru alla daga um páskana. Á Pálmasunnudag og Páskadag er brunch hjá okkur frá kl. 11.-14. Einnig verða aðrar uppákomur sem verða tilkynntar á facebooksíðu Kaffi Klöru.
Hvaða gestir hafa verið hjá ykkur undanfarið?
Skíðahópur hefur verið í gistingu hjá okkur í heila viku. Fyrsti skíðahópurinn fór í gær og var afar ánægður með dvölina hjá okkur. Sama fyrirtæki er búið að panta fyrir næsta ár aftur. Væntanlegt er ítalskt par og fjölskyldur þeirra í gistingu eftir tvær vikur. Þau eru að fara að gifta sér hér í Ólafsfjarðarkirkju og halda veislu hjá okkur á Kaffi Klöru.
Hvernig lítur sumarið út hjá ykkur?
Pantanir fyrir sumarið eru á góðri leið en það eru aðallega útlendingar sem bóka í gegnum vefinn Booking.com. Í sumar stendur til að lengja opnunartímann á Kaffi Klöru og bjóða upp á nokkra einfölda og góða rétti. Við tökum eitt skref í einu og munum leggja okkur fram við að þjónusta gesti okkar.
Eru einhverjar breytingar í vændum?
Til stendur að sameina gistihúsið og kaffihúsið undir sama nafni á næstunni, Kaffi Klara – gistihús og veitingar og verður fljótlega breytt um skilti. Þá erum við að láta hanna nýja heimasíðu.
Verið velkomin á Kaffi Klöru.