Akil De Freitas

Akil Rondel Dexter De Freitas, eða Akil er leikmaður KF sem samdi við liðið í byrjun árs 2023 en hafði verið á reynslu hjá liðinu yfir veturinn. Akil var í viðtali hér á Héðinsfjörður.is í október 2023. Akil hafði reynslu úr Bandarískum Háskólabolta og Finnskum fótbolta áður en hann fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað frá Sindra í Hornafirði. Hann hefur leikið á Íslandi í sex tímabil eða frá árinu 2017. Það var vinur hans í KF, markmaðurinn Javon Sample sem fékk til KF. Akil var að glíma við meiðsli í allt sumar en lék þó 16 leiki í deildinni og náði að skora 4 mörk. Þá lék hann fjóra bikarleiki í Lengjubikar og Mjólkurbikar fyrir KF. Á Íslandi hefur Akil leikið 123 KSÍ leiki og gert 36 mörk. Flesta leikina hefur hann spilað í 2. deildinni en einnig í 3.-4. deild. Akil er fæddur árið 1986 og er einn af reynslumeiri leikmönnum KF. Hann er með samning við KF út næsta tímabil og vinnur að því að koma sér í gott form til að vera tilbúinn í baráttuna á næsta tímabili.  Hann er þekktur fyrir hraða og tækni, en uppáhalds markið hans með KF er útivallarmarkið hans á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum í sumar, en þar rakti hann boltann í um 80 metra og skoraði svo mark. Akil mun þjálfa yngriflokka KF í vetur og segist njóta þess að deila reynslu sinni til barnanna. Þökkum Akil kærlega fyrir spjallið og óskum honum alls hins besta í framtíðinni.

English version below.

Viðtal: Akil De Freitas

  1. Hvernig kom það til að þú komst til Íslands árið 2017 til að spila með Sindra á Hornafirði? Varstu með umboðsmann á þessum tíma og vissir þú eitthvað um Ísland?

“Ég hafði nýlega lokið mínu fimmta tímabili á Finnlandi og var að leita að nýrri árskorun. Ég lék í fimm tímabil í Finnlandi, tvö ár í efstudeild og þrjú ár í næstefstudeild þar í landi. Eftir þessi fimm tímabil gerði ég myndabandsklippu af mér og sendi á lið um alla Skandinavíu. Ég fékk tilboð frá Svíþjóð, Noregi, Eistlandi og Íslandi.  Besta tilboðið sem ég fékk kom frá Sindra á Hornafirði og var það aðal ákvörðunin í því sambandi að koma til Íslands til að spila fótbolta.  Áður en ég kom til Íslands hafði ég aldrei heyrt talað um Ísland, svo ég var að fara á google leitarvélina til að læra meira um landið. Það sem kom mér mest á óvart var hversu lítið landið er og hversu fámenn þjóðin er. Veðurfarið á Ísland er sambærlegt og í Finnlandi, svo það kom mér ekki á óvart“.

 

  1. Þú hefur spilað fyrir þrjú lið á Norðurlandi, hver er munurinn á að spila fyrir Hvöt, Völsung eða KF?

“Ég myndi segja að það er stór munur á þessum liðum sem ég hef leikið fyrir á Norðurlandi. En upplifunin á hverjum stað fyrir sig hefur verið mismunandi.  Upplifunin með Hvöt var allt önnur en þegar ég lék með Völsungi og KF.  Með Hvöt gat ég hjálpað liðinu að komast upp í 3. Deild, og er það reynsla sem ég mun aldrei gleyma en liðið hafði verið að reyna að komast upp um deild í fjögur ár og loksins náðist markmiðið. Í hvert sinn sem leikmaður hjálpar liði að komast upp um deild er reynsla sem maður gleymir aldrei. En reynslan fram til þessa hjá KF hefur verið góð og mér líður eins og heima hjá mér hjá félaginu”.

 

  1. Hvernig hefur þér gengið að aðlagast lífinu á Íslandi í öll þessi ár?

“Á mínu fyrsta ári á Íslandi tók smá tíma að venjast litla samfélaginu á Höfn í Hornafirði. Ég kom beint frá stórborg í Finnlandi og flutti til Hafnar í Hornafirði, og hafði ekki mikið að gera. Það var erfiðasta aðlögunin hingað til fyrir mig.  En eftir fyrsta árið gekk allt betur og var Ísland eins og mitt annað heimili. Mér líður vel á Íslandi. Ísland er eitt fallegast land sem ég hef búið í, en hér er svo mikil náttúra. Þegar ég hef tíma þá reyni ég að skoða landið og sjá helstu ferðamannastaðina”.

 

  1. Hvernig kom það til að þú samdir við KF árið 2023? Þekktir þú til liðsins eða þjálfarans?

“Tímabilið 2022 þá lék ég með Reyni Sandgerði gegn KF og skoraði tvö mörk og átti góðan leik! Eftir það tímabl þá hafði Javon Sample, markmaður KF samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að ganga til liðs við KF. Þá hafði ég samband við stjórn KF til að athuga með þeirra áhuga og þeir buðu mér til reynslu yfir veturinn.  Mér tókst að sýna gæði og áhuga þjálfarans og stjórnin bjóð mér samning”.

 

  1. Hvað var í gangi hjá KF í upphafi tímabils á Íslandsmótinu þegar úrslitin voru ekki að falla með liðinu?

“Ég myndi ekki segja að það hafi gengið erfiðlega, en leikmenn þurftu tíma til að læra á hvern annan. Við vorum með þrjá nýja erlenda leikmenn, meðal annars mig, og fjóra nýja lánsmenn sem þurftu að aðlagast liðinu. Það eru sjö ný andlit hjá félaginu. Svona er fótboltinn, en sum lið þurfa lengri tíma til að stilla saman strengi og þannig var það hjá KF.  En þetta var eitt af þessum sumrum. Þegar þú ert með nýja leikmenn og nýjan þjálfara þá tekur tíma að koma öllu í rétt átt. Það var mikill munur á liðinu í síðari umferð Íslandsmótsins þegar liðið hafði stillt sig betur saman sem liðsheild og leikmenn fóru að þekkja betur á hvorn annan. Við fórum að ná í úrslit og skora mörk”.

 

  1. Þú spilaðir 16 leiki í deildinni og skoraðir fjögur mörk. Ertu ánægður með þinn leik í sumar eða vildir þú skora fleiri mörk?

“Ég er ekki ángæður með minn leik í sumar. Ég var að glíma við meiðsli allt sumarið sem hafði áhrif á spilatímann hjá mér og ég missti af mörgum leikjum. Þekkjandi mína getu þá voru þetta mikil vonbrigði fyrir mig. Ég hef mikið að bjóða fyrir KF þegar ég er laus við meiðsli og í góðu formi. En þrátt fyrir þessi meiðsli þá sáust mín gæði. Ég náði þó að skora 4 mörk og gerði nokkrar stoðsendingar sem hjálpuðu til að halda KF í deildinni. Þetta hefur verið eitt erfiðasta tímabil sem ég hef upplifað á Íslandi vegna þessara meiðsla. Þegar ég er laus við meiðsli og í formi þá get ég skorað 7-12 mörk á tímabili.

 

  1. Hverju megum við búast af KF á næsta tímabili? Verður þú með liðinu eða í þjálfarateymi?

“Ég held við getum búist við frábærum hlutum frá KF næsta sumar ef við getum haldið sömu leikmönnum og bætt við 1-2 nýjum. Mér finnst liðið hafa sannað það og sýnt að það getur keppt við bestu liðinu í deildinni.  Ef við getum tekið gleðina og kraftinn frá lokaleikjum síðasta tímabils yfir á það næsta, þá trúi ég því að KF geti barist um að komast upp um deild á næsta ári. Ég vil halda áfram að spila. Ég á enn eitt ár eftir af samningi mínum við KF, og ég stefni á að vera í mínu besta formi á næsta tímabili. Ég er tilbúinn að aðstoða með þjálfun ef þess þarf, en Dóri þjálfari er að gera góða hluti á þessu tímabili og verður reynslunni ríkari næsta sumar”.

 

  1. Hefur þú unnið við eitthvað annað en knattspyrnu á þínum tíma á Íslandi? Hvað munt þú gera í vetur?

“Utan þess að spila fótbolta þá hef ég unnið við þjálfun. Ég hef verið að þjálfa börn meðfram því að spila fótbolta. Ég nýt þess að þjálfa börnin og miðla reynslu til þeirra. Ég er einn af yngri flokka þjálfurum KF í vetur. Flesta daga í vetur verð ég því að þjálfa á Siglufirði og í Ólafsfirði. Þegar ég er ekki að þjálfa krakkana þá er ég í ræktinni til að fyrirbyggja meiðsli og gera æfingar frá mínum einkaþjálfara. Í vetur mun ég leggja áherslu á að styrkja mig og reyna fyrirbyggja frekari meiðsli og verða 100%  klár næsta tímabil. Ég er einnig að vinna að UEFA A þjálfararéttindum”.

 

  1. Ertu með einhverja fjölskyldu eða ættingja á Íslandi?

“Nei, því miður er ég ekki með ættingja mína hér á landi. En ég á nokkra vini í Reykjanesbæ sem eru frá mínu heimlandi, Trínidad og einnig Javon Sample markmann KF. Ég lít á þá sem mína nánustu ættingja hér á landi”.

  1. Áttu einhvern uppáhaldsleik eða mark fyrir KF?

“Uppáhalds markið mitt fyrir KF er á móti Hetti/Huginn á Vilhjálmsvelli þegar ég hljóp um 80 metra með boltann og skoraði. Það er að mínu mati besta mark deildarinnar í sumar. Það er ekki á hverjum degi sem þú sérð leikmann hlaupa 80 metra með boltann og skora. En ég hef verið að skora svona mörk á hverju tímabili á Íslandi”.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Interview: Akil De Freitas.

Akil Rondel Dexter De Freitas, or Akil is a KF player who signed with the team at the beginning of 2023 but had been on trial with the team over the winter. He had experience in American college football and Finnish football before he received an offer that he could not refuse from Sindra in Hornafjörður. He has played in Iceland for six seasons or since 2017. It was his friend in KF, the goalkeeper Javon Sample who got him to sign for KF. Akil was struggling with injuries all summer, but played 16 games and managed to score 4 goals and do some assist for KF. Then he played four cup matches in Lengjubikar and Mjólkurbikar for KF. In Iceland, Akil has played 123 KSÍ games and scored 36 goals. He has played most of the games in the 2nd league, but also in the 3rd-4th. league. Akil was born in 1986 and is one of KF’s most experienced players. He has a contract until next season and is working to get himself in good shape to be ready for the fight next season. He is known for his speed and technique, but his favorite goal with KF is his goal at Vilhjálmsvellir in Egilsstaðir this summer, where he tracked the ball for about 80 meters and then scored a goal. Akil will coach KF’s junior teams this winter and says he enjoys sharing his experience with the children. We thank Akil very much for the chat and wish him all the best in the future.

Q & A with Akil.

  1. How did it come about when you first came playing in Iceland in 2017 to play for Sindri í Hornafjörður? Did you have an agent and did you know anything about Iceland at that time?

Well, I just finished my 5th professional season in Finland and was looking for a new challenge. I played 5 seasons in Finland. 2 years in the top league and 3 in the second highest league. So, after my 5th season I made a highlight video and sent it out to teams across Scandinavia. I got some offers from teams in Sweden, Norway, Estonia, and Iceland. But the offer I got from Sindri was the best one financially so that was the main reason for my decision to come to Iceland. Before coming to Iceland, I have never heard about Iceland in my life, so I had to google the country to learn more about it. What surprised me the most was how small a country it was and the population. The weather Iceland was no different from Finland so that was not a surprise for me

 

 

  1. You have played for three times in Northen Iceland, what has been the difference playing for Hvöt, Völsungur and KF? 

 

I would not say there are big differences with the teams I have played for in the North. But I would say the experiences I had with each team was different. The experiences I had with Hvöt was much different than Völsungur and KF. At Hvöt I was able to help the team gain promotion to the 3rd division which would be an experience I would never forget because I was able to help a small club that has been trying for 4 years to gain promotion, to finally achieve their goal. Any time a player can help a team gain promotion to a higher league will always be an experience they will never forget. But the experience I have had so far with KF has been a good and I feel right at home with the club.

 

 

  1. How have you been adapting to living in Iceland for all these years? 

 

Well, my first year living in Iceland took some time to get used because of the small town. I came from Finland living in a big city to moving to Höfn in a small, with not much to do. That was the hardest adjustment for me. After my first year Iceland became like my second home. I enjoy living in Iceland. To me Iceland is the most beautiful country I have lived in, there is so much nature to see. In my free time I try to explore the different tourist attractions.

 

 

  1. How did it come about that you joined KF in 2023? Did you know the team or the coach?

 

The season before I played with Reynir against KF and had a pretty good game scoring 2 goals. So, at the end of the season Javon which is KF goalkeeper reached out to me asking if I would be interested in coming to KF. Then I reached out to the KF board to see if they would be interested in me, and they invite to play some games in the winter tournament. I was able to show some of qualities the impressed the coach and board and I was offered a contract.

 

 

  1. What was the struggle for KF for the first games of the summer when the result was not coming in easily?

I would not say it was a struggle, but the team needed time to get chemistry and understanding of players.  We had three new foreign players including myself, that was new to the team and 4 players that were loan players. That is 7 new faces. Football is like this, where some teams take longer to get going than other teams and unfortunately KF was one of those teams this summer. When you have new players and new coach, it will take some time for things to move in the right direction. There was a big difference in the team the second half of the season when the team started to play with chemistry and the players started to understand one another, we started to get results and scored many goals.

 

 

  1. You played 16 games in the league and scored 4 goals. Are you happy with your game this summer or did you want to score more goals?

I am not happy with my game this summer. I struggle with injuries all summer which limited my playing time or miss the game completely. Knowing my ability and skills this was a huge disappointment for me. I have much more to offer KF when I am injury free and fully fit. But even though I was injured you could still see my qualities and ability to score. I was still able to contribute 4 goals and some assist that help KF stay in the league. It has been one of the most difficult seasons for me in Iceland because of injuries. But when I am injury free and fully fit, I can guarantee between 7-12 goals in the season.

 

  1. What can we expect from KF next summer in the league? Will you be in the squat or in coaching staff?

I think you can expect great things for KF next summer if we are able to keep the same team with 1 or 2 new additions. I think the team has shown and proven we can compete with the best teams in the league. If we can take the chemistry and understanding we finished the season with into next season, I believe we can be one of the teams fighting for promotion. As for myself, I would like to continue playing. I still have one more year left on my contract, and I would like to give KF the best version of myself next season. I would be available to help with coaching if it is needed. But I think Dori has done a great job coaching this season and after one season of experience, I know he would be even better next year.

 

 

  1. Do you have any other work with the football while you have been in Iceland? What will you be doing this winter?

Besides playing football, I have worked in coaching. I have been coaching the kids while playing. For me I enjoy coaching the kids and giving back my knowledge and experience to them. I am currently one of the coaches responsible for KF kids this winter. So my days are filled with coaching all winter here in Siglufirði and Ólafsfirði. When I am not coaching the kids, you can find me in the gym doing my injury prevention program I got from my personal trainer. I am going to use the winter to focus on strengthening my injures from last season and strengthening my body for the demand of next season so I can be at 100% next season. Also I will be working on my UEFA A football license.

 

  1. Do you have any family members in Iceland

Unfortunately, I do not have any family members here in Iceland with me. But I do have some friends from Trinidad that live in Keflavik area and Javon here in Siglufjörður. So would consider them the closest people to family here in Iceland.

 

  1. Do have any favorite game or goal for KF ?

    

For me my favorite goal was against Höttur/Huginn away game when I almost ran the entire field and scored. For me that must be the best goal of the season in the league. It is not every day you see a player makes an 80-meter run with the ball and score. But I have been scoring goals like that every season in Iceland.