Velkomin á Hedinsfjordur.is
Vefurinn fór í loftið í mars 2011 og er boðið upp á fjölbreyttar fréttir frá Norðurlandi með fókus á Fjallabyggð og nágrenni. Við skrifum sérstakar umfjallanir fyrir íþróttafélögin í Fjallabyggð, KF, BF, golfklúbbana og skíðafélögin. Vefurinn býður einnig uppá upplýsingar fyrir ferðamenn, gistingu, afþreyingu, söfn, þjónustu og annað sem ferðamenn þurfa. Sérstök síða er fyrir komur skemmtferðaskipa til Fjallabyggðar. Vefurinn er unninn í sjálfboðavinnu og selur auglýsingar sem fara upp í rekstarkostnað síðunnar.
Við mælum með Tröllaskaga hringferð sem er u.þ.b. 249 km. Myndin hér fyrir neðan sýnir leiðina með rauðum lit.
- Hedinsfjordur.is var skrásett þann 10. nóvember 2010.
- Eigandi og ritstjóri er Magnús Rúnar Magnússon
- Auglýsendur sendi póst á magnus (hjá) hedinsfjordur.is