Sumarstörf á Hornbrekku

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka í Ólafsfirði hefur auglýst eftir starfsmönnum til afleysinga sumarið 2019. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Um er að ræða störf við umönnun, í eldhúsi og í ræstingu.  Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2019.  Nánari upplýsingar veitir Birna Sigurveig Björnsdóttir forstöðumaður og hjúkrunarforstjóri í síma 466 4066 / 663 5299 eða í gegnum birna@hornbrekka.is.

Markmið og stefna Hornbrekku er að er að tryggja íbúum vistlegt heimili, hjúkrun, þjálfun og aðhlynningu eftir þörfum hvers og eins. Að veita bestu mögulegu þjónustu með áherslu á vellíðan og ánægju íbúa. Íbúar heimilisins eru mismunandi og hafa mismunandi þarfir, starfsfólk leggur sig fram við að viðhalda eða bæta líkamlega, andlega og félagslega færni, efla og styðja sjálfræði og sjálfsbjörg við athafnir daglegs lífs og auka lífsgæði við breyttar aðstæður.