Torgið aðalstyrktaraðili með blakfréttum BF í vetur

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði styður við blakfréttir á Héðinsfjörður.is í haust og fram á vorið 2022 og verður aðalstyrktaraðli blakumfjöllunar BF. Héðinsfjörður.is fjallar um alla leiki hjá kvennaliði BF í 2. deild og meistaraflokki karla hjá BF sem leika í 1. deildinni.

Karlalið BF mun leika 16 leiki eða fjórfalda umferð í 1. deild karla, en aðeins 5 lið leika í deildinni í ár. Þetta eru HK-B, KA-B, Völsungur/Efling, Hamar-B og BF. Liðið tekur einnig þátt í bikarkeppninni.

Fyrsti leikur karlaliðsins verður fimmtudaginn 30. september kl. 19:00, en Völsungur/Efling mætir í heimsókn.

Það eru hjónin Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður og Auður Ösp Hlíðdal Magnúsdóttir sem standa að baki veitingastaðnum Torginu á Siglufirði.

Torgið er lítill, notalegur og fjölskylduvænn veitingastaður í hjarta Siglufjarðar.
www.torgid.net