Tekjustofn Rauða krossins hefur dregist saman undanfarin ár og hefur því verið ákveðið að mæta samdrætti með sameiningu deilda á Eyjafjarðarsvæðinu. Á fjölmennum fundi í síðustu viku var tekin ákvörðun um að sameina deildir Rauða krossins við Eyjafjörð, þ.e. deildirnar á Siglufirði, Ólafsfirði, Akureyri og í Dalvíkurbyggð.

Um er að ræða gríðarlegan samdrátt í tekjum af rekstri spilakassa sem Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ starfrækja saman í  í félaginu Íslandsspil.  Fyrir skömmu voru þrjár deildir í Þingeyjarsýslu sameinaðar;  Húsavíkur-, Öxarfjarðar- og Þórshafnardeild.

Akureyrardeildin var elsta deildin innan Rauða kross Íslands, stofnuð árið 1925 en fyrsti formaður hennar var Steingrímur Matthíasson héraðslæknir.

Formaður hinnar nýju stjórnar Eyjafjarðardeildar var kosinn Sigurður Ólafsson fyrrum formaður Akureyrardeildar. Aðrir í stjórn eru: Helga Ingibjörg Jóhannsdóttir, Helga Stefánsdóttir, Hörður Ólafsson, Kristín M. Karlsdóttir, Eva Björg Guðmundsdóttir, Auður Eggertsdóttir og Elsa Guðmundsdóttir ásamt fjórum varamönnum.

Raudikrossinn