Töluverður eldur kom upp í sorpgámi á gámasvæðinu við Ránargötu á Siglufirði laust eftir klukkan 10:00 í morgun. Töluverðan tíma tók að slökkva eldinn en í gámnum var mikið timbur og annað brennanlegt efni. Engin hætta var á útbreiðslu en töluverðan reyk og lykt lagði um tíma yfir Siglufjörð.
Slökkvistarf tók á þriðju klukkustund en til þess að slökkva í glæðum var fengin grafa til þess dreifa úr innihaldi gámsins. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar eldsupptök.
Þetta kemur fram á FB síðu Slökkviliðs Fjallabyggðar.
