Leikmaður KF farinn til Magna

Halldór Mar Einarsson leikmaður Knattspyrnufélags Fjallabyggðar hefur gert félagsskipti til Magna á Grenivík. Halldór er fæddur árið 1998 og hefur leikið tvö tímabil með KF. Hann var fastamaður í liðinu á síðasta tilmabili og lék 18 leiki og skoraði 2 mörk. Á þessu tímabili hefur hann spilað 8 leiki með KF en ekki náð að skora mark. Halldór kom frá Völsungi til KF árið 2020.

Hörð barátta er um sæti í KF á þessu tímabili enda hópurinn breiður og góður.

Halldór var í treyju númer 23 hjá KF en fékk treyju númer 8 hjá Magna. Hann kom inná í síðasta leik Magna á 94. mínútu, en Magni lék við Fjarðabyggð í gær.

Vil minna á aðalstyrktaraðila allra umfjallana um meistaraflokk KF. Þeirra stuðningur er skiptir öllu máli til að halda úti öflugum umfjöllunum um leiki og fréttir frá KF.

Takk Siglufjarðar apótek og ChitoCare Beauty.

May be an image of 4 manns, people playing football, people standing og gras