Golfmótið Sigló hótel open fór fram um verslunarmannahelgina á Siglógolf á Siglufirði. Alls voru 56 keppendur skráðir til leiks en 53 kylfingar mættu og luku keppni. Spilaðar voru18 holur og keppt var í karla- og kvennaflokki í punktakeppni. Hámarksforgjöf karla var 24 og kvenna var 28 í þessu móti. Það var Jana Ebenezerdóttir sem var með flesta punkta yfir alla, eða 38 punkta. Keppnin var mjög jöfn í karlaflokknum í þessu móti.
Úrslit í kvennaflokki:
- sæti: Jana Ebenezerdóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, 38 punktar.
- sæti: Jóhanna Þorleifsdóttir, GKS, 34 punktar
- sæti: Hulda Magnúsardóttir, GKS, 31 punktur.
Úrslit í karlaflokki:
- sæti: Þorsteinn Jóhannsson, GKS, 37 punktar
- sæti: Ólafur Þór Ólafsson, GKS; 36 punktar
- sæti: Guðjón M. Ólafsson, GKS, 35 punktar.
Höggleikur:
- Jóhann Már Sigurbjörnsson – 75 högg
Lengsta teighögg karla:
- Jóhann Már Sigurbjörnsson
Lengsta teighögg kvenna:
- Fanný Bjarnadóttir
Næstur holu:
- Þórhallur Axel
- Anton Ingi Þorsteinsson
- Þorgeir Ver
Heildarúrslit 10 efstu, óháð kyni.