Nú rétt fyrir klukkan 18:00 var Lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynnt um eld í bruggverksmiðju á Vetrarbraut á Siglufirði.
Slökkvilið og lögregla eru á vettvangi en mikill svartur reykur kemur frá húsnæðinu. Slökkvistarf er í gangi og hvetja viðbragðsaðilar fólk til að halda sig frá vettvangi.
Vindátt er hagstæð eins og er en íbúar nærliggjandi húsa á Siglufirði eru hvattir til þess að loka gluggum og slíku
vegna reyksins. Björgunarsveitir í Fjallabyggð hafa verið ræstar út til aðstoðar ef vindátt breytist. Fólk má endilega deila þessu til að sem flestir á Siglufirði geti gert ráðstafanir.