Lifandi viðburðir á Ljóðasetrinu á Siglufirði um helgina

Ljóðasetrið á Siglufirði verður opið um helgina og verða þar lifandi viðburðir.  Formleg sumaropnun hefst svo þann 1. júlí og verður opið frá kl. 14.00 – 17.30 alla daga og lifandi viðburðir verða kl. 16.00 að vanda. Von er á nokkrum ljóðskáldum og tónlistarmönnum í heimsókn og aðra daga verður lesið, kveðið og sungið úr verkum ýmissa skálda.

Ókeypis verður inn á setrið sem fyrr og að þar er hægt að kaupa notaðar ljóðabækur í töluverðu úrvali. Einnig er söfnunarbaukur á staðnum.

Ljóðasetur Íslands

Ljóðasetur