Nágrannaliðin Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Tindastóll frá Sauðárkróki mættust í dag á Ólafsfjarðarvelli kl. 14 í 1. deild karla í knattspyrnu. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og var 0-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik komst svo Tindastóll yfir á á 71. mínútu með marki frá Steven Beattie. Heimamenn jöfnuðu leikinn tíu mínútum síðar með marki frá Sigurjóni Fannari.

KF er komið með 7 stig eftir sjö leiki og er í 8. sætinu. Tindastóll er með 6 stig eftir 7 leiki í 10. sæti.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.