Metár var í heimsóknum ferðamanna á Selasetur Íslands á Hvammastanga á árinu 2015. Alls komu 27.150 ferðamenn á Selasetrið, sem er 35% aukning á milli ára.

Selasetur Íslands var stofnað formlega þann 29. apríl 2005 með það að markmiði að standa að eflingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á svæðinu og standa fyrir fjölbreyttum rannsóknum, fræðslu og upplýsingamiðlun um seli við Ísland.