Köfunarþjónustan bauð lægst í framkvæmdir við snjóflóðavarnir

Tilboð voru nýlega opinberuð vegna framkvæmda við 4. áfanga snjóflóðavarna á Siglufirði. Fjögur tilboð bárust og var verulegur munur á lægsta og hæsta tilboðinu í verkið. Köfunarþjónustan ehf. bauð langlægst í verkið, eða 852.753.543 kr, en kostnaðaráætlun hljóðaði uppá rúman milljarð, eða 1.016.363.556 kr. Það var Framkvæmdasýsla Ríkisins sem mælti með því að lægsta tilboði Köfunarþjónustunnar yrði fyrir valinu, og samþykkti Bæjarráð Fjallabyggðar það einnig. Tilboð frá Ístaki og Íslenskum Aðalverktökum voru bæði yfir kostnaðaráætlun.

Lagt fram erindi frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 12.04.2021, er varðar tilboð í framkvæmdir „Installation of avalanche defenses in Siglufjordur“.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Köfunarþjónustan ehf kr. 852.753.543.-
Alma Verk kr. 967.992.000.-
Ístak hf. Kr. 1.093.475.005.-
Íslenskir aðalverktakar kr. 1.164.141.885.-

Kostnaðaráætlun kr. 1.016.363.556.-