Annað kvöld, þriðjudagskvöldið 6. desember kl. 20:00 verður lesið úr nýjum bókum í Safnahúsinu Sauðárkróki. Þar mæta Björn Jóhann Björnsson, Sigrún Eldjárn, Sigurður Pálsson og Yrsa Sigurðardóttir og lesa úr nýútkomnum bókum sínum.
Hjalti Pálsson mun einnig kynna nýjasta bindi Byggðasögu Skagafjarðar, sem fjallar um Hólahrepp. Boðið verður upp á jólate og piparkökur.