Stelpurnar í 4. flokki kvenna í knattspyrnu hjá KF/Dalvík ætla að ganga í hús og safna dósum/flöskum í dag, sunnudaginn 25. júní á Siglufirði. Stelpurnar eru eins og staðan er í dag í efsta sæti í Íslandsmeistara mótinu eftir sigur í 5. leikjum.

Fimm stúlkur frá Fjallabyggð eru í liðinu og æfa þær og keppa með stelpum frá Dalvíkur sem hafa tekið stúlkunum okkar í Fjallabyggð vægast sagt mjög vel og framtíðin virðist vera björt hjá stúlkunum í KF/Dalvík.

Þær byrja að ganga í hús í dag eftir kl. 16:00 og vonandi verður þeim vel tekið. Hægt er að setja poka með dósum/flöskum fyrir utan húsin.

Texti: aðsent.