Það er margt um að vera fyrir norðan um næstu helgi. Hér á eftir verður það helsta listað upp.

Tónlistarhátíðin Gæran 2011 verður haldin á Sauðárkróki dagana 11.-13. ágúst í húsnæði Loðskinns, Borgarmýri 5.  www.gaeran.is

Kántrýdagar á Skagaströnd 12-14 ágúst. Bærinn er skreyttur, tónlistarmenn skemmta í hátíðartjaldi og dansleikir og tónleikahald í kántrýbæ og Bjarmanesi og auk þess fjölmargar uppákomur, sýningar og skemmtanir. Auk þess er gengið á Spákonufell. Sjáðu dagskránna hérna og www.skagastrond.is

Hólahátíð verður haldin 12-14 ágúst á Hólum í Hjaltadal. Dagskráin er hér.

Berjadagar, Tónlistarhátíðá Ólafsfirði haldin dagana 12.-15. ágúst 2011.  Listamenn Berjadaga 2011: Ágúst Ólafsson söngur, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó, Sigrún Valgerður Gestsdóttir sópran, Kammerkórinn Hymnodia, Eyþór Ingi Jónsson kórstjóri, Sigursveinn Magnússon tónlistarmaður, Guðmundur Ólafsson leikari og tenór og Diljá Sigursveinsdóttir fiðluleikari og liststjórnandi.

Sjá dagskrá hér.