Í kjölfar trúnaðarbrests sem varð á milli oddvita Fjallabyggðarlistans og annarra bæjarfulltrúa meirihlutans hefur nú slitnað upp úr meirihlutasamstarfi Jafnaðarmanna í Fjallabyggð og Fjallabyggðarlistans.
Jafnaðarmenn harma að til þessa hafi mátt koma en þakka því góða fólki sem stendur að Fjallabyggðarlistanum fyrir gott og árangursríkt samstarf.
Í framhaldi af þessari niðurstöðu voru teknar upp viðræður milli Jafnaðarmanna og Sjálfstæðisflokks um meirihlutasamstarf. Fyrir liggur málefnasamningur sem bíður samþykktar flokkanna á næstu dögum.
F.h. Jafnaðarmanna í Fjallabyggð, Steinunn María Sveinsdóttir, oddviti.