Á þessari önn eru 517 nemendur við Menntaskólann á Tröllaskaga, heldur fleiri en á síðustu önn í skólanum. Eins og áður stunda flestir þeirra fjarnám við skólann en eru samt sem áður með MTR sem aðalskóla. Flestir fjarnemarnir eru búsettir á suðvesturhorni landsins.
Kjörnámsbraut er fjölmennasta brautin þar velja nemendur þá sérhæfingu sem þeir vilja leggja áherslu á og skipuleggja námið í samráði við námsráðgjafa.
Næst fjölmennust er félags- og hugvísindabrautin.