Mikill samdráttur var á tjaldsvæðum á Norðurlandi vestra á árinu 2018, en þar fækkað gistinóttum um 40,3%. Á Norðurlandi eystra jókst um 4,7% á gistingu á tjaldsvæðum á árinu 2018 samkvæmt gögnum frá Hagstofunni.
Alls voru seldar 507.167 gistinætur á hótelum og gistiheimilum á Norðurlandi eystra á árinu 2018 og jókst um 6,6%. Á Norðurlandi vestra voru gistinætur aðeins 90.321 á hótelum og gistiheimilum en jókst um 8,4%. Þá voru gistinætur á AirBnB og álíka gistingu 136.000 á Norðurlandi eystra og jókst um 0,7% en á Norðurlandi vestra voru aðeins 37.000 en jókst um 15,6%.