Leikfélag Fjallabyggðar hóf fyrsta samlestur vetrarins í vikunni og mættu yfir 30 manns til að taka þátt. Leikfélagið stefnir á að setja upp leikritið Bjargráð, eftir Guðmund Ólafsson. Félagið hefur einnig óskað eftir fólki til að starfa á sýningunni.
Guðmundur Ólafsson, leikstjóri var á fundinum.