Síldarminjasafnið á Siglufirði hefur gefið út að árið 2013 hafi verið met ár, en þá heimsóttu yfir 20.000 gestir safnið. Þá var hlutfall erlendra gesta 46% sem er met en árið 2012 voru þessir gestir 32% af heildar heimsóknum.

Í ár eru liðin 10 ár frá því að Hákon krónprins Noregs vígði Bátahúsið á Siglfirði, það sama ár var haldið upp á 100 ára afmæli síldarævintýrisins.

Fyrir 10 árum síðan þá var safnið valið besta nýja iðnaðarsafnið í Evrópu.

Síldarminjasafnið