Áttunda árið með sumaropnun í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur gengið afar vel í ár. Opið hefur verið í 32 daga í sumar og hafa yfir 1500 gestir heimsótt svæðið. Það er meira en tvöföldun frá síðasta ári og þriðja besta sumarið til þessa.

Gestir hafa nýtt sér Fjarkann, neðri stólalyftuna, til að komast upp Hlíðarfjall og njóta þess að hjóla eða ganga um svæðið. Nýjar leiðir hafa verið kynntar í hjólagarðinum og eldri leiðir endurbættar í sumar.