Fimmtudaginn 29. mars verður hin árlega Vorskemmtun 1. – 7. bekkjar á Siglufirði haldin í Allanum. Sem fyrr verða tvær sýningar í boði. Fyrri sýningin er kl. 16.00 og hin síðari kl. 20.00.
- Boðið verður upp á fjölbreytt skemmtiatriði; dans, söng, leik og létt grín.
- Aðgangseyrir er 1500 kr. fyrir 16 ára og eldri og 500 kr. fyrir 13-15 ára.
- Ókeypis aðgangur er fyrir 12 ára og yngri.
- Allir hjartanlega velkomnir.
Frá undirbúningi Árshátíðar Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Myndir frá Tjarnarborg.