Mikil eftirspurn er eftir daggæslu á Akureyri og er framboðið ekki nóg. Til þess að bregðast við þessu hefur Akureyrarbær ákveðið að veita undanþágu til dagforeldra varðandi fjölda barna.

Samkvæmt reglum hafa dagforeldrar aðeins mátt bæta við sig fimmta barninu eftir eitt ár í starfi en til þess að mæta eftirspurn hefur bærinn nú gefið tveimur dagforeldrum undanþágu frá reglunum.