Knattspyrnumaðurinn Vitor Vieira Thomas hefur gert félagskipti aftur í Knattspyrnufélag Fjallabyggðar þar sem hann er uppalinn. Hann gékk til liðs við lið Víkinga í Ólafsvík árið 2019 en hafði reynt fyrir sér hjá 2. flokki Vals og KH árið 2018. Vitor er miðjumaður en hann lék síðast með KF árið 2021 þegar hann kom sem lánsmaður frá Víkingum seinni part sumars og lék 8 leiki.

Vitor á 84 leiki í meistaraflokki og hefur skorað 7 mörk. Frábær liðsstyrkur fyrir KF sem undirbýr sig nú fyrir Lengjubikarinn og Íslandsmótið. Hann fær leikheimild með liðinu frá og með 14.febrúar.