Vegfarendur á Siglufirði eru minntir á að eftirfarandi götur á Siglufirði eru  vistgötur:

  •  Aðalgata frá Túngötu að Grundargötu.
  • Lækjargata frá Gránugötu að Aðalagötu.
  • Bátadokk, framhjá Hannes Boy Café og Kaffi Rauðku sem er jafnframt einstefnugata til austurs.

Í umferðarlögunum segir um vistgötur að þar sé heimilt að dvelja og vera að leik. Þar ber að aka mjög hægt, að jafnaði eigi hraðar en 15 km/klst. Ef gangandi vegfarandi er nærri má eigi aka hraðar en á venjulegum gönguhraða. Ökumaður skal sýna gangandi vegfaranda sérstaka tillitssemi og víkja fyrir honum. Gangandi vegfarandi má eigi hindra för ökutækis að óþörfu.

vistgotur3

Heimild: www.fjallabyggd.is / Gísli Rúnar.