Vátryggingafélag Íslands leggur eina og hálfa milljón króna til fjársöfnunar fyrir bændur á Norðurlandi sem urðu fyrir barðinu á veðuráhlaupinu nyrðra snemma í september, þar sem talið er að 10 þúsund fjár hafi farist.
Söfnun til að styðja við bakið á bændum var hleypt af stokkunum á Sauðárkróki nýverið, í tengslum við bændadaga Kaupfélags Skagfirðinga. Sérstök verkefnisstjórn hefur umsjón með söfnuninni og leitaði VÍS til hennar um að taka á móti fjárstyrki félagsins til bænda. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og formaður nefndarinnar tók við styrknum frá VÍS fyrir hönd söfnunarinnar.
Nánar um söfnunina hér.