Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg var stofnað árið 1920 og í því eru mikil menningarleg verðmæti. Fjöldi fullorðinna á sterkar æskuminningar tengdar félaginu og starfsemi þess. Félagið er sameiningartákn kynslóða sem byggir á heilnæmri útiveru.
Sjálfboðavinna foreldra og velunnara SSS er dýrmæt og hafa haldið félaginu uppi í gegnum tíðina en rekstur SSS og þau verkefni sem félagið sinnir eru mjög háð fjáröflunum. Ein af stóru fjáröflunum félagsins er Hausthappdrættið en þann 1. nóvember 2022 voru vinningsnúmer dregin út í því.
SSS þakkar öllum þeim sem að happdrættinu komu, þar með talið velunnara sem gáfu vinninga og styrki til happdrættisins, forráðamönnum, iðkendum og þeim sem keyptu miða kærlega fyrir stuðninginn.
Hamingjuóskir til þeirra sem unnu. Vinninga þarf að vitja til Önnu Maríu (Hólavegi 83) til og með 18. nóvember 2022.
Útdráttarlistinn er birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Alls voru 1200 miðar prentaðir og 798 seldir miðar, en aðeins var dregið úr seldum miðum. Heildarverðmæti vinninga var yfir 1.2 milljónir króna.
Fyrir hönd SSS,
Jón Garðar Steingrímsson
Formaður
