Vinjettuhátíð, upplestur, hljóðfærasláttur og kveðskapur verður haldin í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði sunnudaginn 18. mars n.k. frá klukkan 20-22.

Höfundurinn Ármann Reynisson les uppúr verkum sínum ásamt nemendum Menntaskólans á Tröllaskaga. Tónlist er í höndum Sturlaugs Kristjánssonar harmonikkuleikara og Þórarins Hannessonar söngvaskálds. Félagar úr kvæðamannafélaginu Rimu kveðast á. Í miðri dagskrá er hlé fyrir spjall og veitingar.

Vinjettudagskrár hafa verið haldnar á 29 stöðum vítt og breytt um landið undanfarin ár og verið vel sóttar. Þær þykja góð skemmtun í anda kvöldvökunnar sem haldin var í baðstofu landsmanna í eittþúsund ár en lagist af á fyrrihluta 20. aldar.

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Texti og mynd aðsent.