Formaður Ungmenna- og íþróttafélags Fjallabyggðar hefur fengið samþykki frá bæjarráði Fjallabyggðar að félagið muni senda inn umsókn um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2025.
Landsmótið á næsta ári verður haldið í Vogum á Vatnsleysu á Reykjanesi.
Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum.