Í Ólafsfirði er nú unnið að því að endurvekja bandýíþróttina sem var vinsæl meðal bæjarbúa í um 10 ár en lagðist af fyrir nokkrum árum. Haldin voru fyrirtækjamót og var góð stemning í kringum bandýíþróttina í Ólafsfirði.  Núna er hægt að læra bandý í Menntaskólanum á Tröllaskaga sem er í Ólafsfirði. Lísbet Hauksdóttir íþróttakennari við skólann átti hugmyndina og vill hún endurvekja áhugann á bandýíþróttinni aftur.

Nemendur í íþróttaáfanga við MTR m.a. æfa innibandý en sú íþrótt er spiluð með plastkylfum og eru sex í hverju liði. Leiktími er 3 * 20 mínútur og markmaður má verja með höndum og fótum.

Bandývinafélag Ólafsfjarðar var stofnað árið 2003 og var tilgangur félagsins m.a. að auka samheldni og og samhug starfsmanna fyrirtækja í Ólafsfirði og stuðla að jákvæðari starfsmönnum.

bandymot_ii_226 bandymot_247 bandymot_245 bandymot_229