Kiwanisklúbburinn Freyja í Skagafirði hefur óskað eftir samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um að koma upp Freyju-fjölskyldugarði Skagafjarðar.  Klúbburinn hefur óskað eftir samstarfi í þeirri mynd að finna góða staðsetningu fyrir sumarið 2019. Klúbburinn sjái um fjárfestingu í leiktækjum en viðhald svæðisins verði í höndum sveitarfélagsins.

Markmiðið með garðinum er að hlúa að fjölskyldum og efla útiveru og hreyfingu og um leið stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna.