Fræðslu- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar hefur lagt fram tillögu Fræðslunefndar Fjallabyggðar um að allir nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar hefji skóla á sama tíma næsta vetur eða kl. 08:00.
Til þess að svo geti orðið, þarf að keyra nemendur frá Siglufirði á miðstigi kl.7:35 til Ólafsfjarðar, þ.e. á sama tíma og keyra þarf nemendur frá Ólafsfirði til Siglufjarðar.
Ekki hefur verið gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2012.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur falið bæjarstjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi bæjarráðs eftir frekari viðræður við skólastjórnendur, fulltrúa fræðslunefndar og eiganda Suðurleiða.