Víkurkaup er ný byggingavöruverslun sem opnar á Dalvík fimmtudaginn 3. nóvember kl. 10.00. Það eru öflugir heimamenn sem standa að versluninni, verktakar einstaklingar og fyrirtæki.
Verslunin er á besta stað í bænum á Hafnartorginu við Kjörbúðina. Fyrir 10 mánuðum hvarf byggingavöruverslun úr byggðarlaginu en nú hafa heimamenn tekið til sinna ráða.

Mikil viðbrögð hafa verið af opnun Víkurkaupa á Dalvík og ljóst að þörfin er mjög mikil og það er óhætt að segja að heimamenn og fólk úr nærumhverfinu bíði spennt eftir því að geta sótt sér þessa þjónustu í heimabyggð. Þess má geta að einstaklingar, verktakar og fyrirtæki af öllu landinu geta pantað og fengið tilboð byggingavörur hjá Víkurkaupum.

Verslunin mun selja stór raftæki eins og ísskápa, þurrkara og þvottavélar, uppþvottavélar og eldavélar og einnig smærri raftæki í töluverðu úrvali.

Verslunarstjóri er Guðmundur Kristjánsson, en hann hefur áralanga reynslu af verslun og þjónustu við verktaka.

Afgreiðslutímar verslunar verða:

10.00 – 17.00 virka daga.

10.00 – 12.00 á laugardögum.

Sími: 466-1055

 

Gæti verið mynd af 4 manns og innanhúss