Vikulega í sumar hefur verið boðið upp á gönguferðir fyrir eldri borgara í Eyjafjarðarsveit. Fyrsta gangan var 4. júní og síðasta er áætluð 27. ágúst. Fjölbreyttar leiðir hafa verið skipulagðar sem hentar hópnum. Næsta ganga verður 30. júlí og  verður þá farið á Melgerðismela.  Eldri borgarar eru hvattir til að mæta og taka þátt. Göngurnar byrja kl. 20:00.

Göngudagskrá:

4. júní Eyjaf.árbakkar
11. júní Nýja veginn
18. júní Lögmannshlíðarhringur
25. júní Jólagarður-Kristnes
2. júlí Kristnesleið
9. júlí Hitaveituvegur
16. júlí Glerárdalur vestan megin
23. júlí Grundarskógur
30. júlí Melgerðismelar
6. ágúst Leyningshólar
13. ágúst Lystigarður
20. ágúst Rifkelsstaðir
27. ágúst Skógarböðin

Upplýsingar í síma 846-3222 Sveinbjörg og Bergljót í síma 864-8414.