Síðasta miðvikudag var þriðja vikulega mótaröðin haldin hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. 10 kylfingar mættu til leiks þennan miðvikudaginn.
Keppt var í þremur flokkum.
Í höggleik var Ármann Sigurðsson með 33 högg í 1. sæti. Bergur Björnsson var í 2. sæti á 36 höggum og Friðrik Ásgeirsson með 36 högg í 3. sæti.
Í opnum flokki var Ármann Sigurðsson með 21 punkt og Friðrik með 19 punkta og Bergur með 17 punkta í 3. sæti.
Í áskorendaflokki var Björn Ingimarsson með 17 punkta í 1. sæti. Guðrún Unnsteinsdóttir var í 2. sæti með 16 punkta og Ásgeir Bjarnason með 15 punkta í 3. sæti.