Vikulega golfmótaröðin hjá Golfklúbbi Siglufjarðar er farin í gang, eftir að fyrsta mótinu var frestað þar sem ekki var búið að opna völlinn Siglógolf. Fyrsta mótað var því haldið sl. miðvikudag og voru 17 kylfingar sem tóku þátt á þessu innanfélagsmóti.

Leiknar voru 9. holur og keppt var í punktakeppni með forgjöf.

Mótaröðin er skipt upp í tvo flokka í sumar:

A flokkur: 0 til 28,0 í forgjöf
B flokkur: 28,1 til 54 í forgjöf

Í fyrsta sæti í A flokki var Brynjar Heimir Þorleifsson með 20 punkta. Sævar Kárason var í 2. sæti með 17. punkta.

Í B flokki var Ríkey Sigurbjörnsdóttir efst í 1. sæti með 17. punkta. Í 2. sæti B-flokki var Erla Gunnlaugsdóttir með 16. punkta.