Rás 2 tók skemmtilegt viðtal við umsjónarmann Skíðasvæðisins á Siglufirði, hann Egill Rögnvaldsson í gær.
Egill talar um góða vertíð í ár, opið hefur verið yfir 70 daga á svæðinu, Héðinsfjarðargöngin hjálpa mikið til og fólk frá Eyjafjarðarsvæðinu heimsækir Siglufjörð meira en áður. Ekki nema 70 km til Akureyrar og fólk getur því valið hvar veðrið er best til að skíða.
Stefnt er að því að byggja um 300 fm Skíðaskála á Siglufirði og bæta við einni lyftu. Á góðum degi kemur um 400 – 500 manns á Skíðasvæðið á Siglufirði. Egill reiknar með 700-1000 gestum daglega um páskana.
Viðtalið má hlusta á hér.