Stór truflun varð á Norðurlandi og Austurlandi og var víða rafmagnslaust í dag. Truflun var í landsnetinu og gekk fljótt að byggja upp kerfið aftur og koma rafmagni á. Truflun varð kl. 12:39 en kl. 13:24 var komið rafmagn á Húsvík og nærsveitir. Landsnet tilkynnti svo að rafmagn væri komið á allstaðar kl. 14:09.
Rarik er með bilanavakt í síma 5289000 ef einhver er enn rafmagnslaus.