Hafnarstjórn Fjallabyggðar leggur áherslu á að neðanrituðum verkefnum verði lokið fyrir vetrarbyrjun.

  • Framkvæmdum við trébryggju verði hraðað. Hafnarstjóri lagði fram bréf frá Siglingastofnun þar sem fram kemur að Kristjáni Helgasyni hafi verið falið verkefnið.
  • Málun á vigtarhúsum.
  • Kranar og masturshús verði máluð.
  • Lagfæringar á malbiki á hafnarsvæði og að fiskmarkaði.
  • Lagfæringar á stigum.
  • Lagfæringar á landgangi að flotbryggjum.