Stækkun Grunnskólans á Siglufirði er um það bil eina viku á undan verkáætlun. Við samanburð á viðbyggingu grunnskólans á Ólafsfirði árið 2012 þá kemur ljós að viðbygging grunnskólans á Siglufirði er u.þ.b. einum og hálfum mánuði á undan þeirri framkvæmd tímalega séð.

Samskipti hafa verið til fyrirmyndar milli verktaka og skólastjórnenda á verkstað.

Áætlaður kostnaður við Grunnskólann á Siglufirði á þessu ári er 160 milljónir fyrir byggingu, hönnun og eftirlit.

12952312244_eaa0c3dbb3_c