Fyrstu viðburðir af dagskrá sumarsins á Ljóðasetrinu á Siglufirði er að hefjast á næstu dögum.
Fyrsti viðburðurinn verður á Ljóðasetrinu miðvikudaginn 10. júlí þegar Þórarinn Hannesson flytur eigin lög við ljóð siglfirskra skálda.
Fimmtudaginn 11. júlí kl. 16.00 mun Rakel Hinriksdóttir flytja ljóð sín á Ljóðasetrinu.
Sem fyrr eru viðburðirnir alltaf kl. 16.00 og það er frítt inn á safnið.