Slökkvilið Fjallabyggðar, björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar í Fjallabyggð minntust á sunnudaginn þeirra sem látist hafa í umferðarslysum.

Minningarstund var haldin við minningarsteininn í kirkjugarðinum í Ólafsfirði og við kirkjutröppurnar á Siglufirði. Bæjarstjóri Fjallabyggðar flutti ávarp, kveikt var á kertum og tónlist var flutt.

Ljósmyndir koma frá Slökkviliði Fjallabyggðar.