Nú kl. 15:00 í dag héldu viðbragðsaðilar fund með Veðurstofunni varðandi skjálftahrinuna úti fyrir Norðurlandi.
Jörð heldur áfram að skjálfa og hafa mælst tæplega 20 skjálftar yfir 3 frá miðnætti, samtals hafa mælst um 6.800 skjálftar í þessari hrinu.
Áfram verður fylgst með þróuninni og brugðist við ef á þarf að halda. Varðskipið Þór verður á svæðinu til þriðjudags, en heldur þá af svæðinu til annarra verka að öllu óbreyttu.
Næsti stöðufundur hefur verið boðaður á fimmtudaginn, 15. september, kl. 15:00.