Mánudaginn 19. september tekur gildi vetraropnun í Sundlaug Dalvíkur. Frá þeim degi verður opið milli 06:15 og 19:00 virka daga og milli 10:00 og 16:00 um helgar. Líkamsræktarsalurinn verður opinn til kl. 21:00 á virkum dögum en gestir sem koma í húsið eftir lokun laugar verða að nota klefa á neðri hæð við íþróttasal. Heitir pottar verða iðkendum íþróttahússins á kvöldin til afnota í 15 mínútur eftir hvern tíma, skilyrði er að aldrei séu færri en þrír í pottum hverju sinni.