Árlegir Vetrarleikar Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) verða haldnir dagana 6.-14. apríl 2024. UÍF hvetur alla íbúa, foreldra og börn, til að mæta og prófa þær íþróttagreinar sem í boði eru. Boðið verður upp á léttar veitingar. Fjölbreytt dagskrá í boði þessa daga sem hátíðin stendur.
Dagskráin er birt með fyrirvara því mögulega bætast fleiri viðburðir við.
Dagskráin er birt með fyrirvara því mögulega bætast fleiri viðburðir við.
Sunnudaginn 7. apríl:
- Hestamannafélagið Glæsir verður með fjölskyldudag frá kl. 14-16, á hesthúsasvæðinu, Siglufirði.
- Golfklúbbur Siglufjarðar (GKS) verður með holukeppni í golfherminum Siglufirði frá kl. 13-17. Golfhermirinn er staðsettur í húsinu hjá Sverri Björnssyni ehf í Vesturtanga 1-5, gengið er inn að norðan. Allir velkomnir.
- Skíðafélag Ólafsfjarðar (SÓ) verður með leikjabraut og stuð frá kl. 13-15, í Tindaöxl og Bárubraut. Allir velkomnir og kennsla í boði.
- Skotfélag Ólafsfjarðar býður 15 ára og eldri að koma á innisvæðið í kjallara MTR og skjóta með 22cal rifflum á 25 metra færi. Skráning er á skotolo@gmail.com
Mánudaginn 8. apríl:
- Tennis-og badmintonfélag Siglufjarðar (TBS) verður með opinn fjölskyldutíma í íþróttahúsinu Siglufirði, frá kl. 16 til 17:30.
- Blakfélag Fjallabyggðar (BF) verður með opinn tíma fyrir 20 ára og eldri í íþróttahúsinu Siglufirði, frá kl. 17:30 til 19.
Miðvikudaginn 10. apríl:
- Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg (SSS) verður með opið spor á Hóli kl. 18-19, þjálfarar verða á staðnum. Tónlist og stemming.
- Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) verða með opna leikskólaæfingu frá kl. 16:30 til 17:15, í íþróttahúsinu Siglufirði, og eru foreldrar einnig hvattir til að koma og taka þátt með börnunum.
Laugardaginn 13. apríl:
- Hestamannafélagið Gnýfari verður með opið í reiðskemmunni Faxavöllum frá kl. 10 til 12, þar sem teymt verður undir börnum og eldri börnum boðið að fara á hestbak.
- Snerpa verður með kynningu á Boccia kl. 14 í íþróttahúsinu Siglufirði.