Árlegir Vetrarleikar Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) verða haldnir dagana 6.-14. apríl 2024. UÍF hvetur alla íbúa, foreldra og börn, til að mæta og prófa þær íþróttagreinar sem í boði eru. Boðið verður upp á léttar veitingar.  Fjölbreytt dagskrá í boði þessa daga sem hátíðin stendur.
Dagskráin er birt með fyrirvara því mögulega bætast fleiri viðburðir við.

Sunnudaginn 7. apríl:

  • Hestamannafélagið Glæsir verður með fjölskyldudag frá kl. 14-16, á hesthúsasvæðinu, Siglufirði.
  • Golfklúbbur Siglufjarðar (GKS) verður með holukeppni í golfherminum Siglufirði frá kl. 13-17. Golfhermirinn er staðsettur í húsinu hjá Sverri Björnssyni ehf í Vesturtanga 1-5, gengið er inn að norðan.  Allir velkomnir.
  • Skíðafélag Ólafsfjarðar (SÓ) verður með leikjabraut og stuð frá kl. 13-15, í Tindaöxl og Bárubraut. Allir velkomnir og kennsla í boði.
  • Skotfélag Ólafsfjarðar býður 15 ára og eldri að koma á innisvæðið í kjallara MTR og skjóta með 22cal rifflum á 25 metra færi. Skráning er á skotolo@gmail.com

Mánudaginn 8. apríl:

  • Tennis-og badmintonfélag Siglufjarðar (TBS) verður með opinn fjölskyldutíma í íþróttahúsinu Siglufirði, frá kl. 16 til 17:30.
  • Blakfélag Fjallabyggðar (BF) verður með opinn tíma fyrir 20 ára og eldri í íþróttahúsinu Siglufirði, frá kl. 17:30 til 19.

Miðvikudaginn 10. apríl:

  • Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg (SSS) verður með opið spor á Hóli kl. 18-19, þjálfarar verða á staðnum. Tónlist og stemming.
  • Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) verða með opna leikskólaæfingu frá kl. 16:30 til 17:15, í íþróttahúsinu Siglufirði, og eru foreldrar einnig hvattir til að koma og taka þátt með börnunum.

Laugardaginn 13. apríl:

  • Hestamannafélagið Gnýfari verður með opið í reiðskemmunni Faxavöllum frá kl. 10 til 12, þar sem teymt verður undir börnum og eldri börnum boðið að fara á hestbak.
  • Snerpa verður með kynningu á Boccia kl. 14 í íþróttahúsinu Siglufirði.