Vetrar- og útivistarhátíðin Éljagangur verður haldin á Akureyri 13.-16. febrúar næstkomandi í fjórða skiptið.  Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður alla dagana, m.a. snjóbretti og skíði, snjósleðaspyrna, hestaíþróttir, hundasleðar, ískross, gönguskíði og kósíkvöld.  Alla dagskránna má sjá hér.

Enginn aðgangseyrir er á viðburði nema annað sé tekið fram. Að hátíðinni standa Akureyrarstofa, KKA Akstursíþróttafélag, Hlíðarfjall, Skíðafélag Akureyrar, Vetraríþróttamiðstöð Íslands og Blek hönnunarstofa.

almennt-880x400